Ferðalok

Jæja nú er Guðmundur að elda síðustu kvöldmáltíðina fyrir okkur . . grillaðar Risarækjur og svo fljúgum við frá seychelles um 23 í kvöld til london, ætti að vera kominn á klakan um klukkan 15 á sunnudaginn.

 

Annars er þessi ferð búinn að vera allveg frábær, á mán til mið vorum við að klára skólana og gekk það mjög vel, þannig að á fimmtudaginn og föstudaginn vorum við bara ferðamenn kíktum í bæinn og ég keipti smá dót fyrir systur mínar, annars er allt frekar dýrt hérna . . .svipað verð og heima eða dýrara t.d. kostar bensín það sama og heima. Svo í gærkvöldi þá tóku nokkrir local's mig og Binna út á djammið . . .það var . . . öðruvísi . . . þeir kíktu til okkar um eitthvað 9 og við kíktum á pöbb eitthvað í kringum 23 svo fóru þeir með okkur á næturklúbb .. . það var mjög sérstök lífsreynsla . .við skemmtum okkur mjög vel. 

 

Í dag erum við bara búnir að vera slappa af liggja í lauginni og þessháttar í allveg æðislegu veðri.

 

Við erum búnir að ná að gera allveg heilan helling hérna úti og er samt allveg hellingur sem þarf að gera, einnig lýtur út fyrir að verkefnið sé að stækka talsvert sem er bara mjög spennandi.

 

Allavega þá segi ég þetta gott héðan úr Paradís kem til með að henda inn fullt af myndum þegar ég kem heim  í alvöru net tengingu (og skíta kuldan) :)


22. Júní - Anse Lazio

Síðasti dagurinn okkar á Praslin var í dag og var hann allveg frábær fórum á strönd sem heitir Anse Lazio og er oft búinn að vera rankuð 1-2 yfir flottustu strendur í heimi, hún var allveg æðisleg snilld að leika sér í sjónum þarna tók allveg fullt af myndum. Kíktum svo á veitingarstað sem var við ströndina og fengum líka þennan fína hamborgara og franskar, endaði svo á Vanilla sheik og er þetta hands down besti shake sem ég hef fengið . . með allvöru vanilla . . ekkert svona gert á rannsóknarstofu :)

Fórum svo með ferjunni til Mahe um kvöldið og þar tók Guðmundur á móti okkur með rosa grill veislu og var þetta allveg frábær matur fengum þetta frábæra svínakjöt.

Svo í miðju borðhaldinu þá fengum við lítinn gest í heimsókn . . . allveg pínulittla eðlu sem var að skríða á okkur og var bara allgjört krútt var hjá okkur í örugglega 30 min eða eitthvað svolleiðis . .  .

 anyways ætla fara koma mér í rúmið vinna á morgun og svolles vakna snemma :) loksinns kominn í internetsamband þannig að ég er búinn að henda inn fullt af póstum sem voru búnir að safnast upp um helgina :) góða nótt . . 


21. Júní - La Digue

Vöknuðum eitthvað um 6 og fórum að gera okkur klár í að fara í enn eina ferjuna til að fara til La Digue (borið fram la dig) það var frekar stutt . . bara 15 mín en sjórinn var ekki sem bestur þannig að ég var aðeins slappur eftir ferðina, en náði að jafna mig fljótt á því.

 Þetta er frekar lítil eyja og eru flestir sem bara hjóla á henni . . ekki mikið af bílum við tókum leigubílinn frá höfninni til skólans og var það svona „pick-up truck“. Primary skólinn var bara í mjög góðu standi, ein vél sem við þurftum að skipta um HD í og laga einn net kapall . .  ekkert annað.

Við ákváðum að kíkja í secondery skólann til að sjá hvort við gætum eitthvað gert þar (þeir eru sambyggðir) og voru tölvurnar þar ekki í eins góðum málum, flestar fullar af vírusum og fl, (þeir eru komnir með internetið þar) við hjálpuðum þeim að auðvelda allt admin varðandi vélarnar.

Meðan við vorum á skólalóðinni þá tók ég eftir stein sem var með laufblaði yfir . . ég fór aðeins nær og við betri athugun tók ég eftir að það hafa verið svona 30 – 40 vespur  þarna undir . . .needless to say  þá fór ég ekki nær :P en það var mjög flott að sjá þetta.

 

Það sem eftir var að deginum skoðuðum við okkur um, forum og tókum hjól á leigu og hjóluðum út um allt. Fórum í garð þar sem meðal annars var fullt af Risa skjaldbökum og voru þær alveg magnaðar. Okkur fannst það líka hellvíti fyndið þegar þær voru að fara upp á hvor aðra og stunurnar sem fylgdu með thi hi hi.

Næst fórum við á matsölustað þarna og síðan niður á strönd sem var alveg rosalega falleg. . .ég tók fullt af myndum þarna og af skjalbökunum.

 

Við fórum í matvöruverslun þarna á eyjunni og verð ég að segja það þetta var flottasta matvöruverslun sem ég hef séð síðan ég kom til seychelles, gat meira að segja fengið allvöru kleinuhring, og matar úrvalið var alveg ágætt bara. Þetta var mjög fínn dagur, við fórum með ferjunni aftur til Pralin um kvöldið og fengum okkur bara alveg ágætis pizzur, ég var svo uppgefinn eftir daginn og þar að auki hafði ég ekki sofið mikið nóttina áður þannig að ég var sofnaður um 8 leitið bara, overall var þetta alveg frábær dagur, strendurnar hérna eru alveg to die for ef svo má segja . . . 


20. Júní - Praslin

Fórum í ferjuna og var hún bara mjög fín . .. það tók okkur rétt undir klukkutíma að komast til Pralin og fórum við þá beint yfir í annan af primary skólunum sem eru á þessari eyju. Þar var tekið vel á móti okkur, krakkarnir horfðu mikið á okkur  . . .  ekki á hverjum degi sem þau sjá skjannahvítan íslending J. Í tölvustofunni beið okkar mikið verk . . þurftum nánast að draga allt netið aftur þar sem lagnir og tengi voru mjög léleg, við vorum mest allan daginn þar komum svo aðeins við í hinum primary skólanum og kíktum á allt þar og var allt í miklu betra horfi á þeim bænum (enda var það skóli sem okkar teimi hafði séð um áður ;) ) Eftir það fórum við í húsið . .  það var ekki eins flott og það sem við vorum í á Mahe en alveg fínt samt sem áður. Fórum snemma að sofa þennan daginn líka því næst er það La Digue sem við förum á strax í fyrramálið.

Annars er Pralin alveg rosalega falleg eyja hún er alls ekki stór og eins og á Mahe þá eru allir vegir í hlykkjum og hólum og hæðum. Trein hérna eru líka alveg rosaleg, rosalega stór og blöðin á þeim . . .það er eiginlega ekki hægt að líkja því við neitt þau eru svo rosalega stór.


19. júní - Vinnudagur

Fór um í dag að skipta út fullt af vélum í einum af primary skólunum hérna á Mahe (það er stærsta eyjan og höfuðborgin Victoria er á henni) Gekk það  bara alveg ljómandi þetta voru eitthvað um 16 vélar sem við skiptum út. Svo var bara farið heim og um kvöldið eldaði Guðmundur eins og venjulega rosalega góðan mat fyrir okkur J Fór frekar snemma að sofa því við þurftum að vakna fyrir klukkan 6 til að ná ferju yfir á Pralin þar sem við verðum yfir helgina.


18. Júní - "Veiðiferðin"

Nú er ég kominn aftur heim eftir frábæran dag á ströndinni og snorkle. Við fórum af stað um klukkan 9 í morgun með bát sem fór með okkur á litla strönd. Þar var okkur hennt úr og fóru nokkrir svo aftur út til að veiða. Ég ákvað að bara chilla á ströndinni því ég nennti ekki að verða sjóveikur. J

 Ég skoðaði mig þarna um á ströndinni og var þetta alveg æðislegt . . fullt af dýralífi þarna krabbar flækings kettir og mjög mikið af fiskum í sjónum.  Við grilluðum svo fisk og kjúkling um hádegisbilið og fórum svo að snorkla þetta tók meira og minna allan daginn og vorum við kominn heim lúinn og alveg að sofna um klukkan 17:30.

Hæ hó jibbíjey !!

Jæja núna er 17. Júní bara kominn og í tilefni af því þá buðum við fullt af fólki hingað í veislu og vorum við í allan dag að búa til snittur og annað fyrir það. Hef þetta bara stutt í kvöld klukkan orðin 2 að nóttu og fólk farið að drífa sig heim . . þó að klukkan sé 2 að nóttu þá er samt 28 stiga hiti og heiðskýrt J Ætla ég svo að reyna henda inn nokkrum myndum á morgun . . . annars er nettengingin hérna þokkalega slow þannig að við verðum að sjá til . . .  Anyways góða nótt og til hamingju með daginn allir J


Mættur til vinnu

Í gær var fyrsti vinnudagurinn okkar, við vorum sóttir rétt fyrir níu að morgni og fórum við þá í menntamála ráðuneytið. Þar erum við með aðstöðu fyrir allar tölvurnar okkar til að vinna við þær og einnig geima (og auðvitað allt í loftkældum rímum :D)

 Ég fór svona yfir „the basics“ með þeim . . .  hvernig á að bilanagreina, skipta um disk  og minni. Eftir það fórum við í uppsetningar á útstöðvum og var hann Halldór hjá Skýrr sem kom með okkur búinn að setja upp alveg frábæran RIS server (remote instalation) sem gerði það að verkum að uppsetningin er mjög auðveld og gerist ekki þægilegri.

 Við kláruðum að setja upp um 45-50 vélar yfir daginn sem verður  bara að teljast nokkuð gott. Eftir að ég var kominn heim og það var farið að skyggja aðeins fórum við að sjá þessar líka rosalega flottu og stóru leðurblökur, við Halldór reyndum að taka myndir af þeim en það reyndist mjög erfitt þar sem þær  voru aðeins of hátt uppi og farið að dimma þó nokkuð.

Við enduðum svo daginn á að Guðmundur snilldar grillarinn grillaði fyrir okkur Red snapper (má segja að þetta sé þeirra ýsa) og var þetta alveg æðislega gott hjá honum.

 

Verð ég að segja að eftir svona fyrsta daginn þar sem ég er eitthvað í kringum innfædda að þeir eru alveg frábærir vilja allt gera fyrir okkur, sjá bara eins og þegar við lentum á flugvellinum þá um leið og við komum úr flugvélinni tók á móti okkur kona og leiddi okkur framhjá öllum biðröðum og kom okkur í gegnum útlendinga eftirlitið manni leið bara eins og stjörnu :)

Allavega núna sit ég bara upp í rúmi, var að vakna og klukkan orðin 8:30 og af því að það er 17. júní þá erum við í fríi í dag þannig að það á bara vera chill dagur í dag . .fara niður á strönd kannski og eitthvað svoleiðis.


Mættur í Paradís

Jæja þá er maður mættur á staðinn eftir sirka 30 tíma ferðalag. Ég var sóttur heim af Maríu um klukkan 04:00 á laugardagsmorgun og var ferðinni heitið í leifsstöð. Þaðan fórum við til london og biðum í um 8 tíma á Heathrow. Fengum okkur að borða og svolles á fínum stað þarna á flugvellinum og horfðum aðeins á EM.Við lentum eitthvað um 9:30 að morgni á Seychelles eftir 10,5 tíma flug og náði ég nú eitthvað að sofa en það var ekki mjög mikið. Húsið sem við erum í er í boði Cable and Wireless (farsíma fyrirtæki hérna á eyjunum) og er HUGE það eru 7 svefnherbergi og 4 baðherbergi poolborð og alles. Ég náði að hanga vakandi fyrsta daginn við kíktum niður á strönd og ég fór aðeins í sjóinn . . . alveg geggjað hann er svo saltur að ég gat bara lagst niður og flaut bara, svo er það nú ekki til að skemma að hann er alltaf um 28 gráður. Hann Guðmundur grillaði svo fyrir okkur kjúkling og var það alveg frábært. Ég fór svo bara að sofa um 20 og svaf til klukkan 07 í morgun.

Ég er að fara borða núna og hendi svo inn smá færslu í kvöld um fyrsta vinnudaginn.


Um bloggið

Björgvin Þorgrímsson

Höfundur

Björgvin Þorgrímsson
Björgvin Þorgrímsson
Seychelles fari

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband