16.6.2008 | 18:00
Mættur í Paradís
Jæja þá er maður mættur á staðinn eftir sirka 30 tíma ferðalag. Ég var sóttur heim af Maríu um klukkan 04:00 á laugardagsmorgun og var ferðinni heitið í leifsstöð. Þaðan fórum við til london og biðum í um 8 tíma á Heathrow. Fengum okkur að borða og svolles á fínum stað þarna á flugvellinum og horfðum aðeins á EM.Við lentum eitthvað um 9:30 að morgni á Seychelles eftir 10,5 tíma flug og náði ég nú eitthvað að sofa en það var ekki mjög mikið. Húsið sem við erum í er í boði Cable and Wireless (farsíma fyrirtæki hérna á eyjunum) og er HUGE það eru 7 svefnherbergi og 4 baðherbergi poolborð og alles. Ég náði að hanga vakandi fyrsta daginn við kíktum niður á strönd og ég fór aðeins í sjóinn . . . alveg geggjað hann er svo saltur að ég gat bara lagst niður og flaut bara, svo er það nú ekki til að skemma að hann er alltaf um 28 gráður. Hann Guðmundur grillaði svo fyrir okkur kjúkling og var það alveg frábært. Ég fór svo bara að sofa um 20 og svaf til klukkan 07 í morgun.
Ég er að fara borða núna og hendi svo inn smá færslu í kvöld um fyrsta vinnudaginn.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Björgvin Þorgrímsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Björgvin,
Gott að heyra að allt gekk vel! Saknaði þín á laugardagskvöldið!
Góða skemmtun.
Dísa frænka (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.