Mættur til vinnu

Í gær var fyrsti vinnudagurinn okkar, við vorum sóttir rétt fyrir níu að morgni og fórum við þá í menntamála ráðuneytið. Þar erum við með aðstöðu fyrir allar tölvurnar okkar til að vinna við þær og einnig geima (og auðvitað allt í loftkældum rímum :D)

 Ég fór svona yfir „the basics“ með þeim . . .  hvernig á að bilanagreina, skipta um disk  og minni. Eftir það fórum við í uppsetningar á útstöðvum og var hann Halldór hjá Skýrr sem kom með okkur búinn að setja upp alveg frábæran RIS server (remote instalation) sem gerði það að verkum að uppsetningin er mjög auðveld og gerist ekki þægilegri.

 Við kláruðum að setja upp um 45-50 vélar yfir daginn sem verður  bara að teljast nokkuð gott. Eftir að ég var kominn heim og það var farið að skyggja aðeins fórum við að sjá þessar líka rosalega flottu og stóru leðurblökur, við Halldór reyndum að taka myndir af þeim en það reyndist mjög erfitt þar sem þær  voru aðeins of hátt uppi og farið að dimma þó nokkuð.

Við enduðum svo daginn á að Guðmundur snilldar grillarinn grillaði fyrir okkur Red snapper (má segja að þetta sé þeirra ýsa) og var þetta alveg æðislega gott hjá honum.

 

Verð ég að segja að eftir svona fyrsta daginn þar sem ég er eitthvað í kringum innfædda að þeir eru alveg frábærir vilja allt gera fyrir okkur, sjá bara eins og þegar við lentum á flugvellinum þá um leið og við komum úr flugvélinni tók á móti okkur kona og leiddi okkur framhjá öllum biðröðum og kom okkur í gegnum útlendinga eftirlitið manni leið bara eins og stjörnu :)

Allavega núna sit ég bara upp í rúmi, var að vakna og klukkan orðin 8:30 og af því að það er 17. júní þá erum við í fríi í dag þannig að það á bara vera chill dagur í dag . .fara niður á strönd kannski og eitthvað svoleiðis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ

 Njóttu þess að vera þarna og skoða mikið. skemmtilegast er að skoða menninguna í stað þess að skoða ferðamannastaðina.. kíkja á staði sem fólk almennt gerir ekki.

njóttu hverrar mínútu

heyri í þér.

Inga (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Þorgrímsson

Höfundur

Björgvin Þorgrímsson
Björgvin Þorgrímsson
Seychelles fari

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband