20. Júní - Praslin

Fórum í ferjuna og var hún bara mjög fín . .. það tók okkur rétt undir klukkutíma að komast til Pralin og fórum við þá beint yfir í annan af primary skólunum sem eru á þessari eyju. Þar var tekið vel á móti okkur, krakkarnir horfðu mikið á okkur  . . .  ekki á hverjum degi sem þau sjá skjannahvítan íslending J. Í tölvustofunni beið okkar mikið verk . . þurftum nánast að draga allt netið aftur þar sem lagnir og tengi voru mjög léleg, við vorum mest allan daginn þar komum svo aðeins við í hinum primary skólanum og kíktum á allt þar og var allt í miklu betra horfi á þeim bænum (enda var það skóli sem okkar teimi hafði séð um áður ;) ) Eftir það fórum við í húsið . .  það var ekki eins flott og það sem við vorum í á Mahe en alveg fínt samt sem áður. Fórum snemma að sofa þennan daginn líka því næst er það La Digue sem við förum á strax í fyrramálið.

Annars er Pralin alveg rosalega falleg eyja hún er alls ekki stór og eins og á Mahe þá eru allir vegir í hlykkjum og hólum og hæðum. Trein hérna eru líka alveg rosaleg, rosalega stór og blöðin á þeim . . .það er eiginlega ekki hægt að líkja því við neitt þau eru svo rosalega stór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Þorgrímsson

Höfundur

Björgvin Þorgrímsson
Björgvin Þorgrímsson
Seychelles fari

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband