21. Júní - La Digue

Vöknuðum eitthvað um 6 og fórum að gera okkur klár í að fara í enn eina ferjuna til að fara til La Digue (borið fram la dig) það var frekar stutt . . bara 15 mín en sjórinn var ekki sem bestur þannig að ég var aðeins slappur eftir ferðina, en náði að jafna mig fljótt á því.

 Þetta er frekar lítil eyja og eru flestir sem bara hjóla á henni . . ekki mikið af bílum við tókum leigubílinn frá höfninni til skólans og var það svona „pick-up truck“. Primary skólinn var bara í mjög góðu standi, ein vél sem við þurftum að skipta um HD í og laga einn net kapall . .  ekkert annað.

Við ákváðum að kíkja í secondery skólann til að sjá hvort við gætum eitthvað gert þar (þeir eru sambyggðir) og voru tölvurnar þar ekki í eins góðum málum, flestar fullar af vírusum og fl, (þeir eru komnir með internetið þar) við hjálpuðum þeim að auðvelda allt admin varðandi vélarnar.

Meðan við vorum á skólalóðinni þá tók ég eftir stein sem var með laufblaði yfir . . ég fór aðeins nær og við betri athugun tók ég eftir að það hafa verið svona 30 – 40 vespur  þarna undir . . .needless to say  þá fór ég ekki nær :P en það var mjög flott að sjá þetta.

 

Það sem eftir var að deginum skoðuðum við okkur um, forum og tókum hjól á leigu og hjóluðum út um allt. Fórum í garð þar sem meðal annars var fullt af Risa skjaldbökum og voru þær alveg magnaðar. Okkur fannst það líka hellvíti fyndið þegar þær voru að fara upp á hvor aðra og stunurnar sem fylgdu með thi hi hi.

Næst fórum við á matsölustað þarna og síðan niður á strönd sem var alveg rosalega falleg. . .ég tók fullt af myndum þarna og af skjalbökunum.

 

Við fórum í matvöruverslun þarna á eyjunni og verð ég að segja það þetta var flottasta matvöruverslun sem ég hef séð síðan ég kom til seychelles, gat meira að segja fengið allvöru kleinuhring, og matar úrvalið var alveg ágætt bara. Þetta var mjög fínn dagur, við fórum með ferjunni aftur til Pralin um kvöldið og fengum okkur bara alveg ágætis pizzur, ég var svo uppgefinn eftir daginn og þar að auki hafði ég ekki sofið mikið nóttina áður þannig að ég var sofnaður um 8 leitið bara, overall var þetta alveg frábær dagur, strendurnar hérna eru alveg to die for ef svo má segja . . . 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ok

 Þú ættir KLÁRLEGA að redda þér TL;DR kafla í sumum bloggunum þínum. Þessi TL;DR kafli ætti að hljóma svona:

Skjaldbökur að hömpa

Pizzur

Kleinuhringir og flottar strendur!

Gummi Kári (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Þorgrímsson

Höfundur

Björgvin Þorgrímsson
Björgvin Þorgrímsson
Seychelles fari

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband