Ferðalok

Jæja nú er Guðmundur að elda síðustu kvöldmáltíðina fyrir okkur . . grillaðar Risarækjur og svo fljúgum við frá seychelles um 23 í kvöld til london, ætti að vera kominn á klakan um klukkan 15 á sunnudaginn.

 

Annars er þessi ferð búinn að vera allveg frábær, á mán til mið vorum við að klára skólana og gekk það mjög vel, þannig að á fimmtudaginn og föstudaginn vorum við bara ferðamenn kíktum í bæinn og ég keipti smá dót fyrir systur mínar, annars er allt frekar dýrt hérna . . .svipað verð og heima eða dýrara t.d. kostar bensín það sama og heima. Svo í gærkvöldi þá tóku nokkrir local's mig og Binna út á djammið . . .það var . . . öðruvísi . . . þeir kíktu til okkar um eitthvað 9 og við kíktum á pöbb eitthvað í kringum 23 svo fóru þeir með okkur á næturklúbb .. . það var mjög sérstök lífsreynsla . .við skemmtum okkur mjög vel. 

 

Í dag erum við bara búnir að vera slappa af liggja í lauginni og þessháttar í allveg æðislegu veðri.

 

Við erum búnir að ná að gera allveg heilan helling hérna úti og er samt allveg hellingur sem þarf að gera, einnig lýtur út fyrir að verkefnið sé að stækka talsvert sem er bara mjög spennandi.

 

Allavega þá segi ég þetta gott héðan úr Paradís kem til með að henda inn fullt af myndum þegar ég kem heim  í alvöru net tengingu (og skíta kuldan) :)


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Þorgrímsson

Höfundur

Björgvin Þorgrímsson
Björgvin Þorgrímsson
Seychelles fari

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband